Sigríður og Högni úr Hjaltalín á Gljúfrasteini

16/06 2010

Sigríður Thorlacius, söngur, og Högni Egilsson, gítar

Sunnudaginn 20. júní næstkomandi klukkan 16 munu Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson flytja úrval íslenskra sönglaga í stofunni á Gljúfrasteini.

Högni er söngvari, gítarleikari og tónskáld og útskrifaðist úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Sigríður er söngkona og hefur lokið söngnámi frá jazzdeild Tónlistarskóla F.Í.H. Saman syngja þau og spila í hljómsveitinni Hjaltalín. Hjaltalín hefur gefið út tvær plötur, Sleepdrunk Seasons árið 2007 og Terminal árið 2009. Árið 2009 gaf Sigríður ásamt Heiðurspiltum út plötuna Á Ljúflingshól þar sem þau flytja lög Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar.

Stofutónleikar Gljúfrasteins verða alla sunnudaga í sumar kl.16. Gljúfrasteinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.