Ragnar Kjartansson sýnir í París

21/10 2015

Mynd: Alex de Brabant. Tekin af the-talks.com

Sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar verður opnuð í sam­tíma­safn­inu Pala­is de Tokyo í Par­ís í dag. Þetta er viðamesta sýning sem sett hefur verið upp á verkum hans. Verkin, sem eru bæði gömul og ný, verða sýnd í sjö sýningarrýmum.

Eitt af verkum sýningarinnar er átta tíma löng kvikmynd sem byggð er á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Ragnar vann verkið ásamt föruneyti á vormánuðum, meðal annars á Gljúfrasteini.

Verk Ragnars hafa farið víða um lönd á undaförnum árum og slegið í gegn.