Opnunartími um jólin og breyttur opnunartími eftir áramót

Fyrir ofan skenkinn í borðstofunni er eitt af mörgum málverkum Svavars Guðnasonar sem prýða Gljúfrastein. Verkið heitir “Leysing” og er frá 1950. Silfurskálin á miðjum skenknum á sér sérkennilega sögu. Auður segir svona frá henni: “Silfurskálin á miðjum skenknum er erfðagripur sem Halldór fékk frá konu úr Eystrasaltslöndunum sem hann kynntist í fyrstu ferð sinni til útlanda eftir stríð. Hún var á heilsuhæli vegna taugaveiklunar og hún vildi fá að þýða bækur hans á þýsku. Halldór fór á hælið til hennar og þar fór vel á með þeim og Halldór sem alltaf var svo bjartsýnn að hann bauð henni strax að hún gæti komið til Íslands og búið hjá okkur í alveg nýju húsi. Konan var svo glöð að hún tók sér ferð á hendur til Jóns Helgasonar sem hún hafði kynnst til að segja honum tíðindin. Þá lá á borðinu hjá Jóni sænskt tímarit og framaná því var mynd af húsi Halldórs, nýsmíðuðu og það var ekkert annað að sjá ekki stingandi strá, bara þessi húshlið, snjór og grjót. Konunni varð svo mikið um að sjá þetta að nokkrum dögum síðar fyrirfór hún sér. Í erfðaskrá hennar var þessi skál sem var merkt á báðum hliðum með skjaldarmerki ætluð Halldóri og forláta ljósakróna ætluð Jóni, þessa hluti fengu þeir í arf frá konu sem þeir höfðu lítillega kynnst. “ Myndina af Halldóri tók Jón Kaldal og fyrir framan hana er lítið listaverk eftir Erling Jósson

Opnunartími safnsins yfir hátíðarnar er eftirfarandi:

Opið frá 10-17

27. desember
28. desember
29. desember
30. desember

 

Lokað
23. desember: Þorláksmessa
24. desember: Aðfangadagur
25. desember: Jóladagur
26. desember: Annar í jólum
31. desember: Gamlársdagur
1. janúar: Nýársdagur

Yfir vetrartímann er almennur opnunartími safnsins frá 10 - 17 alla daga nema mánudaga. Á næsta ári verður lokað um helgar í janúar og febrúar og nóvember og desember en tekið á móti hópum eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar í síma 586 8066.

Gleðileg jól!