Það er opið á Gljúfrasteini á hvítasunnudag 27. maí frá klukkan 10-17. Safnið er lokað á mánudeginum 28. maí, annan í hvítasunnu.
Hljóðleiðsögn leiðir fólk um safnið en hana er hægt að fá á íslensku, ensku, þýsku, sænsku og dönsku en textaleiðsögn á frönsku.
Garðurinn og gönguleiðirnar
Gljúfrasteinn stendur við ána Köldukvísl og er byggður í landi jarðarinnar Laxness þar sem Halldór ólst upp. Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Garðurinn umhverfis húsið er opinn almenningi og gestir eru hvattir til að feta í fótspor skáldsins á gönguleiðum í grennd við húsið.