Nýtt ár á Gljúfrasteini

04/01 2011

Árið 1961 var byggð sundlaug í garðinum á Gljúfrasteini. Halldór hafði kynnst svona laugum við heimahús þegar hann bjó í Los Angeles seint á fjórða áratugnum og var að reyna fyrir sér sem handritshöfundur í Hollywood. Áður en hann fór erlendis vorið 1961 bað hann Auði að koma upp sundlaug meðan hann væri í burtu. Þessi mynd er tekin ári seinna, 1962.

Starfsfólk Gljúfrasteins óskar landsmönnum, gestum og samstarfsaðilum safnsins gleðilegs árs með þökk fyrir heimsóknir og samstarf á liðnu ári.