Nýr verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Nóbels tilkynntur

10/10 2013

Alice Munro, vinningshafi bókmenntaverðlauna Nóbels árið 2013.

Tilkynnt var í morgun að handhafi Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum árið 2013 yrði kanadíska skáldkonan Alice Munro. Hún er þekktust fyrir smásögur sínar en í niðurstöðu dómnefndarinnar er Munro kölluð meistari samtímasmásögunnar. Hún er fyrsti Kanadamaðurinn sem hlýtur verðlaunin og er jafnframt einungis þrettándi kvenkyns verðlaunahafinn þrátt fyrir að verðlaunin séu nú veitt í 110. skipti.

Aðrir höfundar sem þóttu líklegir til að hljóta verðlaunin í ár voru meðal annars Haruki Murakami og hvítrússneski rithöfundurinn Svetlana Alexievich sem nýlega sótti Bókmenntahátíð í Reykjavík heim.

Á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna má sjá lista yfir fyrri Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum.

Á vefsíðu Gljúfrasteins má einnig finna áhugaverðar upplýsingar um bókmenntaverðlaun Nóbels.