Ný stafræn bókaverslun

Halldór Laxness á Laugarvatni árið 1933

Nú á dögunum opnaði ný vefverslun með rafbækur og hljóðbækur. eBækur.is er stafræn bókaverslun sem selur bækur á rafrænu formi. eBækur.is starfar í sátt við bókaútgefendur um víða veröld og þar má nálgast eitt stærsta safn af íslenskum og erlendum bókmenntum á rafrænu formi sem völ er á hér á Íslandi. Á eBækur.is er að fnna hundrað þúsunda bókatitla á fjölmörgum tungumálum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig er að finna stórt úrval hljóðbóka á eBækur.is. Halldór Laxness er þar ekki undanskilinn og að sjálfsögðu er hægt að nálgast nokkrar af bókum hans á þessari vefsíðu. Þar er hægt að fá þrjár hljóðbækur: Úr smiðju Nóbelsskálds, Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli. Þar er einnig hægt að nálgast fimm skáldsögur á rafrænu formi; Sjálfstætt fólk, Salka Valka, Brekkukotsannáll, Heimsljós og Íslandsklukkan. Það er því um að gera að nýta sér tæknina og næla sér í rafbók eða hljóðbók eftir Halldór.