Hvað dettur þér í hug?

15/09 2011

Ásgeir Júlíusson (1915-1965) var teiknari bókaforlagsins Helgafells. Árið 1942 teiknaði hann bókamynstrið fræga sem birtist fyrst á spjöldum bókanna Vettvángur dagsins og Sjö töframenn.

Í sumar lét Gljúfrasteinn prenta litlar minnisbækur klæddar bókamynstrinu fræga sem prýtt hefur verk Halldórs Laxness síðan um miðbik síðustu aldar.

Bókamynstrið teiknaði Ásgeiri Júlíussyni (1915-1967). Ásgeir lærði auglýsingateikningu í Kaupmannahöfn og var teiknari bókaforlagsins Helgafells frá árinu 1940. Árið 1942 teiknaði hann bókamynstrið fræga sem birtist fyrst á spjöldum og kili bókanna Vettvángur dagsins og Sjö töframenn.  Mynstrið er notað á nokkrum bókum Halldórs Laxness á fimmta áratugnum, en eftir 1950 er þetta mynstur prentað á allar útgáfur Helgafells á verkum Halldórs.

Í bókinni Til fundar við skáldið Halldór Laxness sem kom út árið 2007 segir Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi að um miðja tuttugustu öld var farið að gylla kjölinn á bókum Halldórs og þær fengu það útlit sem við þekkjum í dag og Halldór nefndi „sálmabókarsvip“. Ólafur greinir frá því að fyrstu árin var mynstrið ekki aðeins svart, heldur var einnig boðið upp á grænar og rauðar útgáfur (Ólafur Ragnarsson, 22-23).  Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson bókasafnari hefur rannsakað tilurð þessa mynsturs. Ólafur greindi Hólmsteini Eiði frá því að ástæðan fyrir þessari litagleði útgáfna um miðbik aldarinnar væri sú að bækur Halldórs hefðu oft selst betur en búist hafði verið við, svarta klæðningin hefði því klárast og þá hefðu menn þurft að nota það sem hendi var næst.

Ásgeir Júlíusson var frumkvöðull í starfi íslenskra teiknara og myndskreytara. Hann stofnaði Félag íslenskra teiknara árið 1953 ásamt fjórum öðrum og gegndi fyrstur starfi formanns þess félags. Ásgeir teiknaði fjölda kápuskreytinga við bækur Halldórs Laxness. Ásgeir Júlíusson lést langt fyrir aldur fram árið 1965.

Hægt er að kaupa minnisbækurnar í afgreiðslu Gljúfrasteins á aðeins 850 kr.