Lesið úr nýjum bókum á Gljúfrasteini

20/11 2018

Upplestur

Aðventan er á næsta leiti og komið að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum fyrir gesti í stofunni á Gljúfrasteini. 
Upplestrarnir fara fram á sunnudögum og hefjast stundvíslega klukkan  16:00. 
Öll innilega velkomin meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. 

DAGSKRÁ UPPLESTRA Á GLJÚFRASTEINI VERÐUR SEM HÉR SEGIR:

25.nóvember
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir – Skúli fógeti: Faðir Reykjavíkur - Saga frá átjándu öld.
Ragnar Helgi Ólafsson – Bókasafn föður míns.
Ófeigur Sigurðsson – Heklugjá – leiðarvísir að eldinum.
Eva Rún Snorradóttir – Fræ sem frjóvga myrkrið.

2.desember
Þórdís Gísladóttir – Horfið ekki í ljósið.
Sigga Dögg – KynVera
Einar Kárason – Stormfuglar
Arnar Már Arngrímsson – Sölvasaga Daníelssonar.

9.desember
Linda Vilhjálmsdóttir – Smáa letrið.
Haukur Ingvarsson – Vistarverur.
Eiríkur Guðmundsson – Ritgerð mín um sársaukann.
Auður Ava Ólafsdóttir – Ungfrú Ísland.

16.desember
Sigurbjörg Þrastardóttir – Hryggdýr.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir – Hið heilaga orð.
Ólafur Gunnarsson – Listamannalaun.
Guðrún Nordal – Skiptidagar, nesti handa nýrri kynslóð.