Laxness í lifandi myndum

11/04 2012

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Í tilefni afmælisins eru ýmsir atburðir á döfinni. Einn af þeim er kvikmyndahátíðin „Laxness í lifandi myndum“ sem haldin verður í bíó Paradís dagana 23-28. apríl. Það verður sannkölluð kvikmyndaveisla en sýndar verða myndir sem byggðar eru á verkum Halldórs Laxness. Myndirnar eru sumar kunnuglegar en aðrar hafa ekki sést lengi á Íslandi. Meðal annars verður höfð til sýninga sænska kvikmyndin Salka Valka sem gerð var árið 1954. Einnig verður hægt að sjá sjónvarpsmyndina Brekkukotsannál sem sýnd var á RÚV árið 1973. Hún verður nú sýnd í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu og mun sjást í fyrsta skipti í lit, en hún var sýnd í svarthvítu á sínum tíma.

Dagskrá og sýningartímar:

MÁNUDAGUR 23. APRÍL:
18:00 BREKKUKOTSANNÁLL (Boðssýning, 145 mínútur stytt útgáfa)
20:00 UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ (100 mínútur)

ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL
18:00 KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI (89 mínútur)
20:00 SALKA VALKA (126 mínútur)

MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL
17:30 SILFURTUNGLIÐ / LILJA (152 mínútur og 29 mínútur)
21:00 PARADÍSARHEIMT (185 mínútur stytt útgáfa)

FIMMTUDAGUR 26. APRÍL
17:40 SALKA VALKA (126 mínútur)
20:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur)

FÖSTUDAGUR 27. APRÍL
17:30 SILFURTUNGLIÐ / LILJA (152 mínútur og 29 mínútur)
20:00 PARADÍSARHEIMT (185 mínútur stytt útgáfa)
Frítt inn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins

LAUGARDAGUR 28. APRÍL
18:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur)
20:00 BREKKUKOTSANNÁLL (145 mínútur stytt útgáfa)

Hér má finna umfjöllun um „Laxness í lifandi myndum“ á heimasíðu Bíó Paradís