Í dag verða þýðingaverðlaunin afhent á Gljúfrasteini. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir verðlaununum og er þetta í sjötta sinn sem þau eru veitt.
Að þessu sinni eru fimm þýðendur tilnefndir til verðlaunanna:
Elísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir Málavexti eftir Kate Atkinson
Guðbergur Bergsson fyrir Öll dagsins glóð, safn portúgalskra ljóða 1900-2008
Kristján Árnason fyrir Ummyndanir eftir Óvíd
María Rán Guðjónsdóttir fyrir Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones
Sigurður Karlsson fyrir Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari