Íslensku þýðingarverðlaunin á Gljúfrasteini

15/02 2019

Gljúfrasteinn 

Bandalag þýðenda og túlka veitir Íslensku þýðingarverðlaunin í fimmtánda sinn á morgun, laugardag. Þau voru fyrst afhent árið 2005 og þá var það Ingibjörg Haraldsdóttir sem hlaut verðlaunin fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor Dostojevskí. 
Þá og næstu tíu ár voru verðlaunin afhent í stofunni á Gljúfrasteini. Síðustu þrjú ár hefur athöfnin verið í Hannesarholti en verður nú á ný á Gljúfrasteini. 
Að þessu sinni eru sjö þýðendur tilnefndir til verðlaunanna:

Elísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir þýðingu sína á sögunni Etýður í snjó eftir Yoko Tawada sem Angústúra gefur út.
Uggi Jónsson fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Sæluvíma eftir Lily King. Angústúra gefur út.
Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Forlagið gefur út.
Ingibjörg Eyþórsdóttir fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Hin órólegu eftir Liv Ullman. Bjartur gefur út.
Einar Thoroddsen fyrir þýðingu sína á Víti úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante sem Guðrún útgáfufélag gefur út.
Hjalti Rögnvaldsson fyrir þýðingu sína á Þetta er Alla eftir Jon Fosse sem Dimma gefur út.


Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin en í dómnefnd sátu Steinþór Steingrímsson, Hildur Hákonardóttir og Brynja Cortes Andrésdóttir.