Í lok sumars

31/08 2010

Jón Gnarr með stofuspjall á Gljúfrasteini 25. janúar 2009 þar sem hann fjallaði um smásöguna og leikritið Dúfnaveisluna.

Mikill gestagangur hefur verið á Gljúfrasteini í allt sumar. Opið hefur verið alla daga en frá og með 1. september breytist opnunartími safnsins.

Gljúfrasteinn er opinn frá klukkan 10-17 alla daga nema mánudaga yfir vetrarmánuðina. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins lauk 29. ágúst þegar Ástríður Alda Sigurðardóttir flutti verk eftir Chopin á flygilinn í stofunni. Þetta var fimmta tónleikaröðin á  Gljúfrasteini en tónleikar hafa verið alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.

Eins og undanfarin ár fer Verk mánaðarins af stað með haustinu. Síðasta sunnudag mánaðarins í september, október og nóvember fáum við góða gesti í stofuspjall á Gljúfrasteini.