Halldór Laxness og framúrstefnan í Víðsjá síðasta þriðjudag

04/11 2011

Halldór og Svavar Guðnason fyrir framan Gljúfrastein.

Síðastliðinn sunnudag var fyrirlestur Benedikts Hjartarsonar bókmenntafræðings á Gljúfrasteini. Þar fjallaði hann um Halldór Laxness sem  samferðamann evrópsku framúrstefnunnar. Hægt er að heyra viðtal við Benedikt um sama efni í Víðsjá þriðjudaginn 1. nóvember.

Einnig má benda á umfjöllun í Víðsjá síðastliðinn föstudag 28. október en þá var endurfluttur þáttur um Svavar Guðnason myndlistarmann. Svavar og Halldór voru vinir. Það veitti Halldóri innblástur að horfa á verk Svavars. Halldór flutti erindi um hann í útvarp þegar Svavar var sjötugur en það er meðal þess sem má heyra í þættinum.

Eins og sjá má hér prýða fjölmörg önnur verk eftir Svavar Guðnason veggi Gljúfrasteins líkt og eftir marga aðra helstu listmálara tuttugustu aldarinnar. Þar á meðal má nefna Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason.