Gljúfrasteinn opnar að nýju 1. apríl næstkomandi

Stóri glugginn mót suðvestri varð strax blómagluggi en innréttingunum fyrir framan hann var breytt árið 1960, þegar langur sófi var settur þar og flygillinn færður í hornið. Sófinn hefur þrisvar verið yfirdekktur. Steinda glerverkið í endaglugganum er eftir Nínu Tryggvadóttur.

Nú sér fyrir endann á viðgerðum á Gljúfrasteini en opnað verður að nýju laugardaginn 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega árs lokun. Viðgerðirnar hafa tekist vel og unnið hefur verið að því að koma öllum safnkosti fyrir í húsinu að nýju.

Opið verður alla daga nema mánudaga frá 10-16. Frá 1. júní breytist opnunartíminn í 9-17 alla daga vikunnar.

Áhugasömum er bent á að hægt er að skoða innviði hússins á heimasíðu Gljúfrasteins.

Gestir eru boðnir hjartanlega velkomnir.