Nú sér fyrir endann á viðgerðum á Gljúfrasteini en opnað verður að nýju laugardaginn 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega árs lokun. Viðgerðirnar hafa tekist vel og unnið hefur verið að því að koma öllum safnkosti fyrir í húsinu að nýju.
Opið verður alla daga nema mánudaga frá 10-16. Frá 1. júní breytist opnunartíminn í 9-17 alla daga vikunnar.
Áhugasömum er bent á að hægt er að skoða innviði hússins á heimasíðu Gljúfrasteins.
Gestir eru boðnir hjartanlega velkomnir.