Gerska ævintýrið á Gljúfrasteini

13/08 2013

Tríóið Aftanblik

Tríóið Aftanblik, sem skipað er Gerði Bolladóttur, sópran, Victoriu Tarevskaia, sellóleikara og Katalin Lorincz, píanóleikara mun koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini sunnudaginn 18. ágúst. Þær flytja úrval síðrómantískra sönglaga sem urðu til við mót vestrænnar klassískrar tónlistar og innlendrar þjóðlagahefðar á Íslandi, Ungverjalandi og Rússlandi.  Á tónleikunum munu hljóma íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson, Karl Ó Runólfsson og fleiri í bland við aríur úr óperettum eftir Franz Lehár og verk eftir rússnesku tónskáldin Rimski Korskakov og Dmitri Kabalevski.

Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 og aðgangseyrir eru 1000 krónur. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Gerður Bolladóttir sópran ólst upp á Laufási og hóf formlegt söngnám 18 ára gömul. Gerður hefur frá útskrift einkum einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist og hefur haldið tónleika bæði hérlendis og erlendis.

Victoria Tarevskaia hóf tónlistarnám  í “Musical Special School” “E. Koka” í Chisinau í Moldavíu og útskrifaðist með Mastersgráðu í sellóleik frá Tónlistarakademíu G. Musichescu í Chisinau árið 1994 Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 1999 og starfað bæði sem sellókennari og sellóleikari.

 

Katalin Lörincz Miklósné Balázs er fædd í Ungverjalandi árið 1957. Hún innritaðist í músíkháskólann í Budapest 1976 og lauk þaðan burtfararprófi sem tónsmiður, kennari og einleikari árið 1982. Katalin hefur haldið einleikstónleika víða erlendis og á Íslandi.

 

Hér má finna dagskrá stofutónleikanna fyrir sumarið 2013