Gerpla Halldórs Laxness kvöldsaga rásar 1

26/05 2015

Gerpla 1952

Eins og kunnugt er varðveitir Ríkisútvarpið upplestur Halldórs Laxness á mörgum verka hans og hafa hlustendur rásar 1 reglulega fengið að njóta lesturs skáldsins. Nú er komið að lestri Halldórs á skáldsögunni Gerplu en hún er kvöldsaga rásar 1 að þessu sinni.

Árið 1952 kom Gerpla út og vakti hún mikla athygli ekki síst fyrir þær sakir að hún er nútímaskáldsaga með yfirbragð íslenskra fornbókmennta hvað varðar efni, orðnotkun og stíl. Halldór nýtti sér m.a. Fóstbræðrasögu og þann hluta Heimskringlu Snorra Sturlusonar sem fjallar um Ólaf helga Haraldsson Noregskonung við gerð verksins. Í Gerplu hæðist Halldór að hinni fornu hetjuhugsjón Íslendingasagna en boðskapur sögunnar beindist ekki síður að samtíma hans því að trú á vald og ofbeldi hefur löngum verið helsta bjargráð þeirra landstjórnarmanna sem ekkert óttast meira en þegna sína.

Lestur Halldórs Laxness frá árinu 1956 á Gerplu hófst miðvikudaginn 22. maí síðastliðinn og hægt er að nálgast lesturinn á sarpi Rúv.