Birtan í húsi skáldsins

22/02 2018

Þórdís og Maríuteppið 

Blessuð sólin hækkar á lofti þessa dagana  með tilheyrandi birtu sem við fögnum flest. En geislar sólarinnar geta verið skaðlegir fyrir viðkvæm  listaverk, ýmsa muni og húsgögn á Gljúfrasteini og það þarf að vernda.  

Í dag kom Þórdís Anna Baldursdóttir, forvörður á Gljúfrastein en hún sérhæfir sig í varðveislu textíls og pappírs sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir birtunni. Þórdís hefur útbúið nokkrar yfirbreiðslur sem eiga að vernda listaverk og húsgögn í stofunni og víðar í húsinu þeirra á meðal Maríuteppið sem Auður Laxness teiknaði og saumaði þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin.